aðalstöðvar / höfuðstöðvar

Orðin aðalstöðvar og höfuðstöðvar eru sömu merkingar og jafngild.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðili

Athuga að ofnota ekki orðið aðili. Fremur: tveir voru í bílnum, síður: tveir aðilar voru í bílnum. Fremur: sá sem rekur verslunina, síður: rekstraraðili verslunarinnar.
Oft eru til góð og gegn orð í málinu sem fara mun betur en ýmsar samsetningar með orðinu aðili. T.d. fer mun betur á að segja ábyrgðarmaður, dreifandi, eigandi, hönnuður, innheimtumaður, seljandi, útgefandi en ábyrgðaraðili, dreifingaraðili, eignaraðili, hönnunaraðili, innheimtuaðili, söluaðili, útgáfuaðili.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afgreiðslutími / þjónustutími

Betra er að tala um afgreiðslutíma, þjónustutíma eða opið frá/milli… en opnunartíma. Afgreiðslutími verslunarinnar er á milli tíu og nítján. Þjónustutími bankans er frá kortér yfir níu til sextán. Sýningin er opin milli fimm og sjö.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

akkeri / ankeri

Bæði hægt að rita akkeri og ankeri.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

alkóhólisti

Orðið alkóhólisti hefur unnið sér hefð í málinu. Einnig hafa verið notuð orðin ofdrykkjumaður og drykkjusjúklingur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

alls kyns / alls konar

Ekki skiptir máli hvort sagt er alls kyns (allskyns) eða alls konar (allskonar), um sömu merkingu er að ræða.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

alvarleiki

Orðið alvarleiki er gott og gilt karlkynsnafnorð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

andvana

Það er kallað andvana fæðing þegar barn fæðist andvana.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

antík

Í staðinn fyrir orðið antík er bent á orðin fornmunir og fornminjar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

arfgengur

Lýsingarorðið arfgengur en ekki erfanlegur er rétta orðið um það sem gengur í arf.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 28123451020...Síðasta »