at / @

Merkið @, sem finna má í tölvupóstföngum, er oft kallað att-merki en einnig að-merki, á-merki, snigill, vistmerki o.fl.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

atkvæðagreiðslu

Sumum þykir betra mál að tala um atkvæðagreiðslu fremur en kosningu þegar sagt er já eða nei við tiltekinni hugmynd eða tillögu. Að sama skapi vilja þeir frekar tala um að greiða atkvæði en kjósa í því sambandi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

atvinnulaus

Mörgum þykir lýsingarorðið atvinnulaus fara betur en nafnorðið atvinnuleysingi sem mörgum þykir hafa niðrandi keim (sbr. auðnuleysingi): Atvinnulausum fækkaði í síðasta mánuði. Síður: atvinnuleysingjum fækkaði í síðasta mánuði.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

augabrún

Orðin augabrún og augnabrún koma bæði til greina, frekar er þó mælt með fyrri kostinum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

augnablik / andartak

Augnablik og andartak eru jafngild orð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

augntóft/augntótt

Bæði er til orðið augntóft og augntótt um holuna sem augað situr í.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Austlendingur

Orðið Austlendingur er tækt yfir þann sem býr á Austurlandi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ábyrgðarhluti

Orðið er ábyrgðarhluti en ekki ábyrgðarhlutur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áhöfn

Fremur en að nota orðið áhafnarmeðlimur ætti að nota: skipverji, einn úr áhöfninni, flugverji. (Flugverjar skiptast í flugliða (starfa í stjórnklefa) og þjónustuliða.)

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

árdegisverður

Hægt að nota orðið árdegisverður fyrir enska orðið brunch.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 2 af 28123451020...Síðasta »