bremsa

Nafnorðið bremsa og sögnin bremsa eru orðin rótgróin í málinu. Hemill og hemla eru auðvitað góð íslensk orð en ef til vill of hátíðleg.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bréfasími / símbréf

Mælt er með orðunum bréfasími og símbréf í stað orðanna faxtæki og fax. Einnig eru til orðin myndriti og myndrit en þau hafa ekki náð mikilli fótfestu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bringing

Orðið bringing er til sem staðbundið málfar í merkingunni: uppskipun, afferming (Íslensk orðabók).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

curriculum vitae

Vilji menn nota íslenskt orð í stað þess latneska curriculum vitae koma nokkur til greina: ferilskrá, starfsferilsskrá, æviferill, æviatriði, jafnvel æviágrip ef um langa tölu er að ræða.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dagrétta / dagrétting / update

Sögnin dagrétta og nafnorðið dagrétting eru tæk orð yfir það sem í ensku nefnist update.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dagur íslenskrar tungu

Jónas Hallgrímsson fæddist 16. nóvember 1807. Ríkisstjórnin ákvað árið 1995 að 16. nóvember ár hvert yrði dagur íslenskrar tungu og helgaður rækt við hana. Fer vel á því að tengja slíkan dag minningu Jónasar enda hafði hann sterk áhrif á menningarsögu Íslendinga. Alkunnur er skáldskapur Jónasar og framlag þeirra Fjölnismanna til sjálfstæðisbaráttunnar.
Jónas Hallgrímsson bjó til ýmis nýyrði og skulu nokkur þeirra nefnd hér til gamans: aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sjónauki (Jónas notaði þetta orð reyndar sjálfur um það sem nú heitir smásjá), sólmyrkvi, sporbaugur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dampur

Orðið dampur er tökuorð úr dönsku. Orðið gufa er eldra íslenskt orð sömu merkingar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dempari/höggdeyfir

Orðið dempari er orðið rótgróið í málinu og almennt tekið fram yfir orðið höggdeyfir sem þó er talið vandaðra mál.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

djús

Ekki er mælt með orðinu djús heldur bent á orð eins og ávaxtasafi, appelsínusafi, eplasafi o.s.frv.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dollari / dalur

Mælt er með notkun orðanna dollari og dalur en síður orðsins dollar þegar átt er við erlendu myntirnar Dollar og Tolar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki