auglit

Málvenja er að segja frá augliti til auglitis.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

auka (so.)

Sögnin auka er notuð bæði í jákvæðu og neikvæðu samhengi. Þeir auka vinsældir sínar með þessum aðgerðum. Þeir auka kostnaðinn með mistökum sínum. Ef sagt er auka á eitthvað er merkingin fremur í áttina við að magna eitthvað óæskilegt, t.a.m. þessir atburðir auka á vandann.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ábending

Gera eitthvað eftir ábendingu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ábyrgð / ábyrgur

Betur fer á að segja verum ábyrg en öxlum ábyrgð, tökum ábyrgð, sýnum ábyrgð eða berum ábyrgð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ábyrgð / hönd

Talað er um að lýsa einhverju á hendur sér (þ.e. verknaði, t.d. mannvígum). Samtökin lýstu sprengjutilræðinu á hendur sér og bera því ábyrgð á því. Það er hins vegar hæpið að segja: lýsa ábyrgð á hendur sér.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áfangi

Áfangi að einhverju. Hann hefur náð mikilvægum áfanga að settu marki. Áfangi í einhverju. Fyrsta skrefið er mikilvægur áfangi í þroska barns. Í áfangakerfi taka nemendur áfanga í mörgum greinum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áframsenda

Betra er að skrifa utan á bréf (þar sem það á við): sendist ekki áfram, síður: áframsendist ekki.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áhætta / ábyrgð

Venjan er að segja bera ábyrgð og taka áhættu en ekki bera áhættu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áhöld

Venjan er að segja áhöld eru um eitthvað en ekki áhöld eru uppi um eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ákveðinn

Rétt er með farið að segja vera ákveðinn í að gera eitthvað (ekki vera ákveðinn með að gera eitthvað). Hún er ákveðin í að drífa sig í skóla í haust.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 3 af 4612345102030...Síðasta »