ákæra (so.)

Rétt er með farið að segja ákæra einhvern fyrir eitthvað. Hún ákærði hann fyrir þjófnað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

álíkur / álík / álíka

Hvort sem er hægt að segja: önnur álíka dæmi eða önnur álík dæmi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ánægja

Rétt er með farið að segja hafa ánægju af einhverju, þau hafa mikla ánægju af heimsóknum barnabarna sinna, og það er ánægja að einhverju, það er engin ánægja að því að sitja alltaf heima.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ár

Fremur skyldi nota orðalagið í mörg ár en til margra ára.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ár

Setningin ekki lengur en til ársins 1993 merkir: til áramóta 1992-1993.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

árangur

Talað er um að ná árangri. Hann náði miklum og skjótum árangri í viðskiptalífinu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

árdagur / árdagar

Rétt er að segja í árdaga en ekki í árdögum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

árekstur

Af orðunum rekast á er leitt nafnorðið árekstur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ásaka

Bæði gengur að segja ásaka einhvern fyrir eitthvað og ásaka einhvern um eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áskrifandi

Rétt er að segja áskrifandi að einhverju. Þau eru áskrifendur að Morgunblaðinu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki