að lyktum / leiða eitthvað til lykta

Rétt er með farið að segja að lyktum (sem merkir: síðast, að lokum) og leiða eitthvað til lykta (sem merkir: ljúka einhverju) en ekki„leiða eitthvað að lyktum“.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afhroð

Orðasambandið gjalda afhroð (síður bíða afhroð) merkir: verða fyrir miklu tjóni, bíða mikinn skaða. Það merkir því ekki það sama og orðasambandið bíða ósigur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afl

Rétt er með farið að segja af öllu afli, hann barði í borðið af öllu afli. Hins vegar er sagt að afli, hann er rammur að afli.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

allir

Algengast er að nota eftirfarandi orðasamband í karlkyni og segja allir sem einn. Það mælir þó ekkert á móti því að hafa það í kvenkyni, allar sem ein, eða hvorugkyni, öll sem eitt.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ár (áhald)

Taka djúpt (dýpra) í árinni (ekki: í árina eða á árinni, í er þarna atviksorð og undan er skilin forsetningin með, þ.e. taka djúpt í með árinni).

Róa að einhverju öllum árum (ekki vinna eða stefna að einhverju öllum árum).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bak

Orðtakið snúa bökum saman merkir: sýna samstöðu. Orðtakið standa einhverjum að baki merkir: vera slakari en einhver.

Rétt er með farið að segja ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

banaspjót

Best fer á að segja berast á banaspjót (síður: berast á banaspjótum).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

band

Best fer á að segja böndin berast að einhverjum (ekki beinast að einhverjum).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

barn

Auk málsháttarins það læra börnin sem fyrir þeim er haft er til annar svipaðrar merkingar: það nema börn sem í bæ er títt, einnig: læra börn það á bæ er títt.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bein

Rétt er með farið að segja það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 23123451020...Síðasta »