bera

Bera vitni: Sagan ber því vitni að höfundur er orðhagur. Eins og raun ber vitni.

Bera vott: Þetta ber vott um vandvirkni. Þetta ber þess vott að hún er vandvirk.

Bera í/á milli: Samninganefndunum ber mikið í milli.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

berja eitthvað augum

Talað er um að berja e-ð augum en ekki „bera e-ð augum“.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bifur

Rétt er með farið að segja hafa illan bifur á einhverju.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

biti

Orðatiltækið eitthvað er of stór biti fyrir einhvern merkir: eitthvað reynist einhverjum of erfitt.

Orðatiltækið eitthvað er einhverjum erfiður/stirður biti að kyngja merkir: erfitt er að sætta sig við eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bjarnargreiði

Orðatiltækið gera einhverjum bjarnargreiða merkir: gera ógagn þó að ætlunin hafi verið að koma til aðstoðar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

björg

Orðið björg í orðasambandinu draga björg í bú er þolfall eintölu af kvenkynsnafnorðinu björg ekki þolfall fleirtölu af hvorugkynsnafnorðinu bjarg. Um er að ræða sama orð og kemur fyrir í orðasamböndunum geta enga björg sér veitt, bera sig eftir björginni, vera allar bjargir bannaðar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

blað

Orðasambandið brjóta blað, brjóta í blað merkir: marka þáttaskil, valda straumhvörfum. Tækið braut (í) blað í þróuninni. Í dag var brotið (í) blað í íslenskri íþróttasögu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

blikur á lofti

Orðasambandið blikur eru á lofti ber ávallt neikvæða merkingu enda merkir orðið blika: óveðursský. Orðasambandið sjálft merkir: eitthvað ógnvænlegt og óvisst er fram undan, það horfir ófriðlega, horfur eru ekki vænlegar; þess sjást merki að erfiðleikar eða slæmt ástand sé fram undan.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

blóð

Orðatiltækið vekja sér blóð merkir: blóðga sig (af ásettu ráði); láta blóð renna úr æð ([:Isl. ordabok:Íslensk orðabók]).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bókvit

Málshátturinn ekki verður bókvitið í askana látið merkir að lærdómur af bókum veiti ekkert lifibrauð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 2 af 23123451020...Síðasta »