tónn

Gefa tóninn. Forsætisráðherrann gaf tóninn í stefnuræðu sinni.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

traustatak / ófrjáls / hönd

Orðasambandið taka traustataki merkir strangt til tekið: taka eitthvað án leyfis en í trausti þess að leyfi hefði fengist. Gerður er greinarmunur á merkingu þessa orðasambands og taka eitthvað ófrjálsri hendi en það merkir: stela einhverju.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

tré

Rétt er með farið að segja: eiga/hafa í fullu tré við einhvern.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

tvímæli

Orðasambandið eitthvað orkar tvímælis merkir: eitthvað er hæpið, efi leikur á einhverju ([:Mergur:Mergur málsins]).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

upphaf / endir

Frekar er mælt með því að segja í upphafi skyldi endinn skoða en í upphafi skyldi endirinn skoða.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

uppi

Rétt er að segja hafa uppi á einhverjum en ekki hafa upp á einhverjum.

Rétt er með farið að segja hlaupa einhvern uppi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

upptekinn háttur

Orðasambandið halda uppteknum hætti merkir: halda sig við fyrri iðju (ekki endilega í neikvæðri merkingu).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

upptækur / hald

Orðasambandið gera upptækt hefur aðra merkingu en orðasambandið leggja hald á eitthvað. Lögreglan getur lagt hald á eitthvað en dómsúrskurður er forsenda þess að hægt sé að gera eitthvað upptækt.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

úrkostur / úrkostir

Annaðhvort er sagt eiga ekki annars úrkosti eða eiga ekki annað úrkosta en ekki: eiga einskis annars úrkosta.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

vað

Rétt er að segja: hafa vaðið fyrir neðan sig.

Talað er um að tefla á tæpasta vað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki