brenna

Eitthvað brennur við, þ.e. eitthvað gerist, kemur fyrir. Ekki: eitthvað bregður við.

Brenna inni með eitthvað merkir: vera of seinn að gera eitthvað.

Brenna til kaldra kola.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

breytandi

Orðtakið að breyttu breytanda (íslensk þýðing á latneska orðtakinu mutatis mutandis) merkir: þegar nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

brók

Orðtakið vera brátt í brók merkir: vera óþolinmóður.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

brýna

Rétt er með farið að segja það sló í brýnu með þeim en ekki það slóst í brýnu með þeim.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

brýnnar

Rétt er með farið að segja hleypa í brýnnar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

byggð

Þegar nafnorðið byggð er fyrri liður í samsettum orðum stendur það ýmist í eignarfalli eintölu, dæmi: byggðamál, byggðasafn, byggðasamlag, byggðastefna eða í eignarfalli fleirtölu, dæmi: byggðarkjarni, byggðarlag, byggðarráð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dauður

Rétt er með farið að segja ganga af einhverjum dauðum. Þeir fóru nærri því að ganga af honum dauðum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

deigur

Rétt er með farið að segja láta deigan síga. Orðið deigur er lýsingarorð og endar því á einu n-i.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

deyja / lifa

Rétt er að segja deyja fyrir aldur fram en ekki deyja um aldur fram. Hins vegar er sagt lifa um efni fram.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dyr

Bæði eru til orðasamböndin knýja dyra og knýja á dyr.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 3 af 23123451020...Síðasta »