fengur

Rétt er með farið að segja illur fengur illa forgengur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

fiskur / hryggur

Orðtakið vaxa fiskur um hrygg merkir: eflast, vaxa ásmegin, taka framförum ([:Mergur:Mergur málsins]).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

fífill

Rétt er með farið að segja mega muna fífil sinn fegri.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

fleygja/kasta/varpa út vatninu með baðvatninu

Orðatiltækið að fleygja//kasta/varpa út) barninu með baðvatninu merkir: fleygja hinu verðmæta með því einskis nýta. (Sjá Merg málsins.)

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

flótti

Það brast flótti í liðið. Einnig til, sem líklega er eldra, það brast flótti í liðinu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

fótur / halla undan

Rétt er að segja það hallar undan fæti fyrir eða hjá einhverjum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

frekur er hver til fjörsins

Orðtakið frekur er hver til fjörsins merkir: sérhverjum er annt um líf sitt.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

friður

Rétt er með farið að segja vita hvað til síns friðar heyrir. Ekki er þetta orðasamband þó svo niður njörvað að ekki sé rúm fyrir ýmis afbrigði, t.d. hún sá að þetta heyrði til hennar friðar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

fylkja

Orðasambandið er fylkja sér um eitthvað ekki flykkja sér um eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

gaman

Nokkur orðasambönd
Hafa gaman af einhverju. Þeir hafa gaman af fótbolta.
Það er gaman að einhverju. Það er oft mjög gaman að vitleysunni í henni.
Henda gaman að einhverju. Nemendurnir henda gaman að kennaranum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki