-bekkingur

Hefð er fyrir því að segja fyrstubekkingur en ekki fyrstibekkingur (sbr. þriðjudagur, fimmtudagur en ekki þriðjidagur, fimmtidagur). Á sama hátt er hefð fyrir orðunum: þriðjubekkingur, fjórðubekkingur, fimmtubekkingur, sjöttubekkingur, sjöundubekkingur, áttundubekkingur, níundubekkingur, tíundubekkingur. Algengara er að nota þessi orð í fleirtölu en eintölu: Fyrstubekkingar eru eftir hádegi í skólanum en þriðjubekkingar fyrir hádegi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

-listarmaður

Rétt er að rita myndlistarmaður, höggmyndalistarmaður, leirlistarmaður, tónlistarmaður o.s.frv. en ekki myndlistamaður, höggmyndalistamaður, leirlistamaður og tónlistamaður. Hins vegar er rétt að rita listamaður.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðfaranótt / aðfaraorð

Rita skal aðfaranótt og aðfaraorð en ekki aðfararnótt og aðfararorð þar sem um er að ræða fleirtöluna aðfarir í eignarfalli en ekki eintöluna aðför.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðferðafræði

Rétt er að rita aðferðafræði en ekki aðferðarfræði.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðgerðarstjóri

Venjan er að rita aðgerðarstjóri.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðildarríki

Ritað er aðildarríki en ekki aðildaríki.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afleysingar

Sá sem er í afleysingum (ft.) er afleysingamaður og sá sem stjórnar slíkum störfum er afleysingastjóri.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afmáning

Orðið afmáning er rétt myndað nafnorð af orðasambandinu má af. Sagnir sömu gerðar og (máði, máð), t.d. (sáði, sáð) og skrá (skráði, skráð), mynda nafnorð með viðskeytinu -ning (sáning, skráning) en helst ekki með viðskeytinu -un.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afmæli

Nafnorðið afmæli er myndað af orðasambandinu mæla af, þ.e. afmældur tími.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afmælishald

Nafnorðið afmælishald er gott og gilt orð sbr. orðin jólahald og hátíða(r)hald.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 5112345102030...Síðasta »