Þegar nafnorðið ábending er fyrri liður í samsettu orði stendur það í eignarfalli eintölu (ábendingar), dæmi: ábendingarfornafn.
|
|||||
Þegar nafnorðið ábending er fyrri liður í samsettu orði stendur það í eignarfalli eintölu (ábendingar), dæmi: ábendingarfornafn. Sá sem er ábyrgur finnur til ábyrgðar en ekki ábyrgni. Orðið áhorf er rétt myndað nafnorð af orðasambandinu horfa á. Af sögnum, sem beygjast eins og horfa (horfði, horft), eru helst ekki mynduð nafnorð með viðskeytinu -un; horfun er því ekki rétt myndað nafnorð. Sögnum, sem beygjast eins og hlusta (hlustaði, hlustað), samsvara hins vegar kvenkynsnafnorð sem enda á -un, t.d. hlusta – hlustun, hreinsa – hreinsun, loka – lokun o.s.frv. Almennt er frekar mælt með því að segja ákvörðunartaka en ákvarðanataka, þ.e. nota eignarfall eintölu frekar en eignarfall fleirtölu af orðinu ákvörðun. Mjög sterk hefð er þó fyrir því að nota eignarfall fleirtölu. Orðið áleitni er nafnorð dregið af lýsingarorðinu áleitinn og merkir: það að vera áleitinn. Af sögninni ánafna er dregið nafnorðið ánöfnun. Rétt er að rita áningarstaður en ekki áningastaður. Lýsingarorðið áreiðanlegur (ekki ritað áræðanlegur) er myndað af orðasambandinu reiða sig á eitthvað eða einhvern. Bæði kemur til greina að rita árekstrarpróf og árekstrapróf. Bæði kemur til greina að rita árekstrarvörn og árekstravörn. |
|||||
© 2018 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum |