akkur

Nafnorðið akkur er e.t.v. skylt sögninni akka sem merkir: hrúga, draga saman.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Alþingi

Orðið Alþingi fyrir eldra Alþing kemur fyrst fyrir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í byrjun 18. aldar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

angra / öngur / engja

Sögnin angra (sem merkir: hryggja, gera einhverjum til ama) er leidd af nafnorðinu angur (sem merkir: hryggð, sorg, iðrun) sem er skylt nafnorðinu öng (sem merkir: þrengsli, klípa), sbr. orðasambandið vera í öngum sínum (sem merkir: vera í vandræðum, vera hryggur). Til er lýsingarorðið öngur (sem m.a. merkir: þröngur) og af því eru leiddar samsetningarnar öngvegi (sem merkir: mjór stígur), öngvit (sem merkir: óvit, yfirlið), öngþveiti (sem merkir: þröng, ógöngur). Skyld þessum orðum er sögnin engja (sem merkir: þrengja, kreppa), sbr. orðasambandið engjast sundur og saman.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bátur

Orðatiltækið gefa einhvern upp á bátinn er sænskt að uppruna og líklega komið í íslensku í gegnum dönsku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bessaleyfi

Orðið bessi í bessaleyfi (sbr. taka sér bessaleyfi) merkir að öllum líkindum: björn.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bríarí

Orðið bríarí er tökuorð úr dönsku (bryderi) sem kom inn í málið á 18. öld.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

handfjalla

Sögnin handfjalla hefur sama uppruna og sögnin fjalla í orðasambandinu fjalla um eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

handfjatla

Sögnin handfjatla er skyld sögninni fitla eins og í fitla við eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

heljarstökk

Orðið heljarstökk er líklega þýðing úr ítalska salto mortale (þ.e. dauðastökk) sem komið er hingað í gegnum dönsku (saltomortale).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

hinkra

Sögnin hinkra (við) er upphaflega tökuorð úr miðlágþýsku (hinken: haltra, dragnast).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 41234