ansa

Sögnin ansa getur tekið með sér tvo þágufallsliði í germynd: hann ansar þessu engu. Báðir liðirnir eiga að halda þágufallinu í þolmynd: þessu var ansað engu. Nokkrar fleiri sagnir geta tekið með sér tvo þágufallsliði: fórna, heita, hóta, játa, lofa, svara, úthluta.

Almennt um þolmynd.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

arfleiða / erfa

Athuga að rugla ekki saman sögnunum arfleiða og erfa. Rétt er að tala um að arfleiða einhvern að einhverju og erfa eitthvað. Hún arfleiddi son sinn að öllum eigum sínum. Sonurinn erfði allar eigur móður sinnar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

á (forsetning)

Merkingarmunur er á því hvort heiti vikudags er haft í þolfalli eða þágufalli á eftir forsetningunni á. Þegar sagt er á sunnudag(inn) er átt við síðastliðinn eða næstkomandi sunnudag en þegar sagt er á sunnudeginum er átt við dag í dagaröð fjær í tíma í fortíð eða framtíð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áfram

Rétt er að segja ég er áfram um þetta en ekki mér er áfram um þetta.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áminna

Talað er um að áminna einhvern um eitthvað. Kennarinn áminnti nemendurna um vinnusemi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áskynja

Talað er um að verða einhvers áskynja. Hann varð þess brátt áskynja að fjölskyldan var ekki ánægð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ástæða

Allar eftirfarandi setningar eru góðar og gildar:
Það liggja sérstakar ástæður fyrir því að ég er varkár.
Það eru sérstakar ástæður fyrir því að ég er varkár.
Það eru sérstakar ástæður til þess að vera varkár.
Ég hef sérstakar ástæður til þess að vera varkár.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

átta (so.)

Rétt er að segja: átta sig á einhverju. Hún er búin að átta sig á málinu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áætlun

Talað er um að fara eitthvað fram úr áætlun, dæmi: hann hefur farið þrjár milljónir fram úr áætlun (ekki: þremur milljónum).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

b.t. / berist til

Skammstöfunin b.t. stendur fyrir berist til og stýrir því eignarfalli. B.t. Sigurðar Jónssonar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 2 af 3512345102030...Síðasta »