ljósta

Sögnin ljósta getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Eldingu laust niður í tréð. Hugmyndum lýstur stöðugt niður í hana. Sögnin getur líka verið persónuleg. Hún laust hann kinnhest.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

lofa

Sögnin lofa getur tekið með sér tvo þágufallsliði í germynd. Við lofum fólkinu öllu fögru. Hann lofaði mér gulli og grænum skógum. Báðir liðirnir eiga að halda þágufallinu í þolmynd. Fólkinu var lofað öllu fögru. Mér var lofað gulli og grænum skógum. Nokkrar fleiri sagnir geta tekið með sér tvo þágufallsliði: ansa, fórna, heita, hóta, játa, svara, úthluta.

Almennt um þolmynd.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

lofsyngja

Sögnin lofsyngja stýrir venjulega þolfalli. Lofsynga einhvern. Í biblíumáli stýrir hún hins vegar þágufalli. Lofsyngja einhverjum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

lofta

Lofta út tekur ekki með sér andlag. Það var vont loft inni í herberginu svo að hann loftaði út.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

lysta

Sögnin lysta er ópersónuleg. Með henni stendur frumlag í þolfalli. Hana lystir oft í kaffi. Ég geri það sem mig lystir.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

lægja

Sögnin lægja getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Vindinn (ekki: vindurinn) lægir. Öldurnar lægir (ekki: lægja). Sögnin getur líka verið persónuleg. Þú átt að lægja reiði þína. Þeir lægðu seglin.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

maður / manns

Oft er eignarfall eintölu af orðinu maður (þ.e. manns) notað á eftir töluorðum. Tala sagnarinnar, sem á eftir kemur, ræðst af töluorðinu en ekki af manns. Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Tuttugu þúsund manns hafa séð sýninguna. Tuttugu og eitt þúsund manns hefur séð sýninguna.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

meðan

Atviksorðið meðan (einnig rétt að segja á meðan) er notað þar sem um tíma eða dvöl er að ræða. Hann eldaði (á) meðan hún lagði sig. Ekki er talið vandað mál að nota (á) meðan í stað en í samanburði (sú tilhneiging er talin stafa af enskum áhrifum því að enska orðið while getur ýmist þýtt (á) meðan eða en). Síður skyldi því segja bílar eru með fjögur hjól meðan vélhjól hafa tvö heldur bílar eru með fjögur hjól en vélhjól hafa tvö.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

meðferð

Frekar er talað um meðferð við einhverju (t.d. sjúkdómi) en meðferð gegn einhverju.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

megn

Rétt er með farið að segja af fremsta megni. Hann reyndi af fremsta megni að gera henni til hæfis.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki