baka (so.)

Sögnin baka tekur með sér andlag í þolfalli en óbeint andlag í þágufalli. Hún bakar brauð (þf.) á hverjum degi. Þau voru alltaf að baka einhver vandræði (þf.). Hann hefur bakað henni (þg.) gífurlegar áhyggjur (þf.) í gegnum tíðina.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

barn

Bæði er hægt að segja að vanfær kona gangi með barn og að hún sé með barni.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

batna

Sögnin batna getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Þeim batnaði kvefið. Sögnin getur líka verið persónuleg. Hagur okkar batnar stöðugt.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bera

Sögnin bera getur verið ópersónuleg og stendur þá annaðhvort með henni frumlag í þolfalli eða þágufalli.

1) Frumlag í þolfalli. Manninn bar af leið. Bílinn bar hratt yfir. Fréttina bar á góma. Fundinn ber upp á fimmtudag. Nokkra menn bar þar að. Kirkjuna bar við himin. Hólinn ber í hnjúkinn. Þar bar hæst ræðu formannsins. Umræðu um fátækt hefur ekki borið hátt undanfarið.

2) Frumlag í þágufalli. Honum ber að gera þetta. Þeim bar ekki saman. Mér ber þessi laun.
Sögnin er þó ekki síður notuð persónulega. Kýrin bar í gær. Við bárum kálfinn inn. Ég bar lakk á hurðina. Hann ber sig vel.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bera gæfu til

Orðasambandið bera gæfu til er notað persónulega, ekki ópersónulega.
Hún bar ekki gæfu til að sjá þennan fræga stað. Ekki: „Hana bar gæfu til að sjá þennan fræga stað“.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bestur

Báðar eftirfarandi setningar eru í lagi: besta fáanlega öryggi og besta fáanlegt öryggi. Síðari setningin á þó betur við í hátíðlegri stíl.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

beygja (so.)

Þegar sögnin beygja er notuð um akstur bíls tekur hún ekki andlag. Bíllinn beygði til hægri. Beygðu hérna. Ég beygði til hægri í staðinn fyrir til vinstri. Setningin beygja bílnum er líklega orðin til fyrir ensk áhrif (turn the car).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

birgja sig upp að/af einhverju

Bæði tíðkast að segja birgja sig upp að einhverju og birgja sig upp af einhverju. Hann birgir sig upp að/af matvælum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bíða átekta

Talað er um að bíða átekta (um er að ræða orðið átekt í ef. ft.).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bíll / hjól

Frekar er mælt með orðalaginu bíllinn er með stór hjól (sbr. t.d. setningin maðurinn er með stórar hendur) en bíllinn er með stórum hjólum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 3 af 3512345102030...Síðasta »