tölur / tölubeyging

Tölur geta haft áhrif á tölubeygingu annarra orða í setningum. Beyging miðast að jafnaði við niðurlag töluorðsins, þ.e. síðustu tölu sem nefnd er. Ein komma átta (1,8) milljónir eru í vanskilum. Átta komma ein (8,1) milljón er í vanskilum. Fjörutíu og sjö komma fimm (47,5) prósent styðja flokkinn. Áttatíu og eitt (81) málverk er á sýningunni. Fjörutíu og einn (41) maður var yfirheyrður. Í glasinu er 16 og hálft (16 1/2) gramm af sykri.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

tölusamræmi

Í setningum á borð við: á annan tug umsókna barst/bárust virðist ekkert málfræðilegt frumlag (fallorð í nefnifalli) að finna, því verður að láta tilfinninguna fyrir merkingarlegu frumlagi ráða til að ákveða hvort sögnin í setningunni á að vera í eintölu eða fleirtölu. Fleiri setningar af svipuðum toga eru t.a.m.: langt undir einni milljón manna lét/létu lífið, vel yfir eitt þúsund gosflaskna brotnaði/brotnuðu, innan við eitt hundrað sundmanna kom/komu til keppni.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ugga

Sögnin ugga getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Mig uggir að ekki sé allt með felldu. Sögnin getur þó einnig verið persónuleg. Ég uggði ekki að mér.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ummynda

Sögnin ummynda stýrir þolfalli. Ummynda frumur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

umpotta

Sögnin umpotta stýrir þágufalli. Hún umpottaði öllum plöntunum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

umsátur

Venjan er að tala um umsátur um eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

undirtekt / undirtektir

Talað er um undirtektir við eitthvað (þf.). Undirtektir við málið voru litlar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

undra

Sögnin undra er ópersónuleg. Með henni stendur frumlag í þolfalli. Mig undrar að þú skulir vera hér enn.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

uppfylla

Sögnin uppfylla stýrir þolfalli. Hann uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar voru til manns í hans stöðu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

upphæð

Eðlilegt er að á eftir orðunum að upphæð fylgi nefnifall. Þetta er gömul skuld að upphæð 500 dalir. Hann krafðist fyrirframgreiðslu að upphæð 500 dalir. Henni var gert að inna af hendi greiðslu að upphæð 500 dalir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki