þúsund

Stundum er þúsund notað sem lýsingarorð (eitt þúsund myndir voru sýndar, hann eyddi fimmtán þúsund krónum) en stundum sem nafnorð og þá ýmist sem hvorugkynsorð (eitt þúsund, mörg þúsund) eða kvenkynsorð (þá yfirleitt einungis í fleirtölu: margar þúsundir, þúsundir manna). [Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Margar þúsundir manna hafa flúið að heiman.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

þverra

Sögning þverra getur verið notuð ópersónulega og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Mig þverr kraft. Yfirleitt er þó sögnin notuð persónulega. Kraftarnir þurru. Kraftarnir hafa þorrið.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

þykja

Sögnin þykja getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Mér þykir kakan góð. Sögnin getur líka verið persónuleg. Kakan þykir góð.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

þyrsta

Sögnin þyrsta er ópersónuleg. Með henni stendur frumlag í þolfalli. Hana þyrstir í athygli.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 35 af 35« Fyrsta...1020303132333435