bjóða

Sögnin bjóða getur tekið með sér beint andlag (þf.) og óbeint andlag (þg.). Ég bauð henni (þg.) silung (þf.). Við buðum þeim (þg.) silunga (þf.). Þegar slíkum setningum er snúið yfir í þolmynd heldur þágufallið sér en þolfallið breytist í nefnifall: Henni (þg.) var boðinn silungur (nf.). Þeim (þg.) voru boðnir silungar (nf.).
Algengast er þó að sögnin bjóða standi eingöngu með óbeinu andlagi (þg.). Hann bauð mér í veisluna. Sú setning verður í þolmynd: mér var boðið í veisluna (af honum).  Samkvæmt þessu gengur tæpast að segja ég var boðin í veisluna.

Almennt um þolmynd.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bjóða

Sögnin bjóða getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Henni býður við þessu. Ef honum býður svo við að horfa. Mér býður í grun. Sögnin er þó yfirleitt persónuleg. Ég bauð honum sátt. Hann bauð mér í heimsókn.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

blanda (so.)

Sögnin blanda stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Blanda einhverju (þg.) saman. Hann blandaði öllum efnunum saman. Blanda einhverju (þg.) út í (saman við) eitthvað annað. Hún blandaði vatni saman við deigið. Blanda eitthvað (þf.). Þjónninn blandaði drykki handa þeim.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

blóta

Sögnin blóta stýrir þolfalli eða þágufalli. Merki sögnin dýrka stýrir hún þolfalli: blóta þorrann, goðin. Merki hún hins vegar fórna eða formæla stýrir hún þágufalli: blóta dýri til árs og friðar; blóta einhverju í sand og ösku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bót að einhverju

Rétt er með farið að segja það er bót að einhverju. Það er mikil bót að lagfæringunum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bregða

Sögnin bregða getur verið ópersónuleg og tekur þá með sér frumlag í þágufalli. Henni brá merkir: hún hrökk við, hún skipti litum. Henni var brugðið merkir: henni hefur hrakað, hún hefur sýnilega orðið fyrir áfalli (merkingin er ekki: hún hrökk við).
Persónulega notkunin að bregða einhverjum (í merkingunni: að gera einhverjum bilt við) þekkist líka.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

brenna (so.)

Sögnin brenna stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli, allt eftir merkingu. Það merkir t.d. ekki það sama að segja ég brenndi timbur í gær og ég brenndi timbri í gær. Sé ætlunin að eyða í eldi stýrir sögnin þolfalli: brenna timbur, rusl, ónýt föt, ýmislegt drasl. Ef hins vegar ætlunin er að nota eitthvað til eldsneytis stýrir sögnin þágufalli: brenna timbri, olíu, bensíni, kolum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bresta

Sögnin bresta getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Hana brestur kjark. Sögnin er líka til persónuleg. Ísinn brast undir fótum okkar.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

breyting

Rétt er að segja að breyting verði á einhverju. Það hefur orðið breyting á starfsemi skólans.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

brjóta

Sögnin brjóta getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Sjóinn brýtur á klettunum. Sögnin er þó yfirleitt persónuleg.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki