brosa að einhverju

Rétt er með farið að segja brosa að einhverju. Þau brostu að vitleysunni í henni.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bruðla

Yfirleitt er ekki beint andlag með sögninni bruðla heldur sagt: bruðla með eitthvað. Þó finnst hjá Einari Benediktssyni: bruðla auð (þf.).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

byggja / byggjast

Rétt er að gera greinarmun á notkun sagnarinnar byggja og miðmynd hennar byggjast. Dæmi: Þetta mat er byggt á sjálfstæðri rannsókn. Hann byggir þetta mat á sjálfstæðri rannsókn. Þetta mat byggist á sjálfstæðri rannsókn. Síður: þetta mat byggir á sjálfstæðri rannsókn.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bæði … og

Samtengingin bæði … og er svokölluð fleyguð samtenging; nafnið er dregið af því að eitt eða fleiri orð eru á milli bæði og og. Samtenginguna er aðeins hægt að nota þegar um tvo liði er að ræða. Hún þekkti bæði Jón og Gunnu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bæta

Yfirleitt stýrir sögnin bæta þolfalli. Hann bætir gatið á buxunum. Hún bætti metið um þrjár sekúndur. Hún stýrir þó t.d. þágufalli í orðasamböndunum bæta einhverju (saman) við, bæta einhverju (út) í. Næst á að bæta rjómanum út í sósuna. Auk þessa getur sögnin tekið beint og óbeint andlag, bæta einhverjum eitthvað. Ég bætti þeim skaðann.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

daga

Sögnin daga er ópersónuleg. Með henni stendur frumlag í þolfalli. Frumvörpin dagaði (ekki döguðu) uppi í þinginu. Tröllkarlana dagar uppi.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dagsetning / hinn / þann

Hægt er að nota ábendingarfornafnið hinn á undan dagsetningu en það er ekki nauðsynlegt: hinn fimmta júní fóru fram kosningar, fimmta júní var haldin veisla. Enn fremur þann: þann fimmta júní var haldin veisla en sumir hafa þó amast við þeirri málnotkun.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dagur

Það er orðin föst venja í málinu að segja góðan daginn. Kveðjan góðan dag getur ekki talist rétthærri en er ef til vill aðeins formlegri. Áþekkur munur er á kveðjunum gott kvöld og góða kvöldið. Annars notar fólk þessar kveðjur jöfnum höndum og oft eins og önnur sé svar við hinni.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

dagur / vikudagur

Merkingarmunur er á því hvort heiti vikudags er haft í þolfalli eða þágufalli á eftir forsetningunni á. T.d. þegar sagt er á sunnudag(inn) er átt við síðastliðinn eða næstkomandi sunnudag en á sunnudeginum er átt við dag í dagaröð fjær í tíma í fortíð eða framtíð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

deild

Ýmist er forsetningin í eða á notuð með nafnorðinu deild. Hann vinnur í markaðsdeild en hún í tölvudeild. Liðið er í þriðju deild. Hún situr í neðri deild þingsins. Þau stunda bæði nám í heimspekideild. Hins vegar: Hún vinnur á slysadeild en vann áður á lyflækningadeild. Hann liggur á skurðdeild. Sonur minn er á góðri deild á leikskólanum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki