Abú Dabí

Nafnið á höfuðborg Hinna sameinuðu arabísku furstadæma Abu Dhabi hefur verið stafsett Abú Dabí á íslensku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Afganistan

Afganistan er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Afganistans. Íbúar landsins nefnast Afganar (et. Afgani). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er afganskur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Albanía

Albanía er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Albaníu. Íbúar landsins nefnast Albanar (et. Albani). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er albanskur. Höfuðborg landsins heitir Tírana.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Alsír

Alsír er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Alsírs. Íbúar landsins nefnast Alsíringar (et. Alsíringur). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er alsírskur. Höfuðborg landsins heitir Algeirsborg.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Andorra

Andorra er hvorugkynsnafnorð sem er eins í öllum föllum. Íbúar landsins nefnast Andorramenn (et. Andorramaður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er andorrskur. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Angóla

Angóla er hvorugkynsnafnorð sem er eins í öllum föllum. Íbúar landsins nefnast Angólamenn (et. Angólamaður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er angólskur. Höfuðborg landsins heitir Lúanda.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Antígva og Barbúda

Í landinu Antígva og Barbúda heita íbúarnir Antígvamenn (et. Antígvamaður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er antígskur.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Argentína

Argentína er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Argentínu. Íbúar landsins nefnast Argentínumenn (et. Argentínumaður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er argentínskur. Höfuðborg landsins heitir Búenos Aíres.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Armenía

Armenía er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Armeníu. Íbúar landsins nefnast Armenar (et. Armeni). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er armenskur. Höfuðborg landsins heitir Jerevan.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Aserbaídsjan

Aserbaídsjan er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Aserbaídsjans. Íbúar landsins nefnast Aserar (et. Aseri). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er aserskur. Höfuðborg landsins heitir Bakú.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 21123451020...Síðasta »