El Salvador er í hvorugkyni. Í eignarfalli beygist það El Salvadors. Íbúar landsins nefnast Salvadorar (et. Salvadori). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er salvadorskur.
|
|||||
El Salvador er í hvorugkyni. Í eignarfalli beygist það El Salvadors. Íbúar landsins nefnast Salvadorar (et. Salvadori). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er salvadorskur. Erítrea er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Erítreu. Íbúar landsins nefnast Erítreumenn (et. Erítreumaður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er erítreskur. Eþíópía er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Eþíópíu. Íbúar landsins nefnast Eþíópíumenn (et. Eþíópíumaður) eða Eþíópar (et. Eþíópi). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er eþíópískur. Höfuðborg landsins heitir Addis Ababa. Filippseyjar er kvenkynsnafnorð í fleirtölu sem í eignarfalli beygist Filippseyja. Íbúar landsins nefnast Filippseyingar (et. Filippseyingur). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er filippseyskur. Höfuðborg landsins heitir Maníla. Finnland er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Finnlands. Íbúar landsins nefnast Finnar (et. Finni). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er finnskur. Höfuðborg landsins heitir Helsinki eða Helsingfors. Fídjíeyjar er kvenkynsnafnorð í fleirtölu sem í eignarfalli beygist Fídjíeyja. Íbúar landsins nefnast Fídjeyingar (et. Fídjeyingur). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er fídjeyskur. Fílabeinsströndin er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Fílabeinsstrandarinnar. Íbúar landsins nefnast Fílabeinsstrendingar (et. Fílabeinsstrendingur). Frakkland er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Frakklands. Íbúar landsins nefnast Frakkar (et. Frakki). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er franskur. Höfuðborg landsins heitir París. Færeyjar er kvenkynsnafnorð í fleirtölu sem í eignarfalli beygist Færeyja. Íbúar landsins nefnast Færeyingar (et. Færeyingur). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er færeyskur. Gabon er hvorugkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Gabons. Íbúar landsins nefnast Gabonar (et. Gaboni). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er gabonskur. |
|||||
© 2018 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum |