Aðlögun tökuorða

Hér koma fáein minnisatriði um aðlögun tökuorða að íslensku.

1) Þegar um er að ræða nafnorð þarf fyrst að átta sig á því hvaða málfræðikyn hentar (kk., kv., hk.) því að þá fylgir beyging sjálfkrafa á eftir. Skynsamlegt getur verið að fara yfir beygingu orðsins í öllum föllum og báðum tölum og með greini. Komið geta í ljós agnúar sem gott er að vita strax um.

2) Það þarf að sjá til þess að ekki séu hljóð eða hljóðasambönd í orðinu sem ekki eiga sér fyrirmyndir í eldri íslenskum orðum (t.d. danskt y, enskt w, sh o.s.frv.).

3) Ritháttur: taka verður afstöðu t.d. til þess hvort ritað er i eða í, u eða ú, o eða ó o.s.frv. Best er að halda sig við stafi úr íslenska stafrófinu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afgani

Erlenda myntheitið Afghani hefur fengið ritháttinn afgani í íslensku. Um er að ræða karlkynsorð sem í eignarfalli eintölu beygist afgana og í nefnifalli fleirtölu afganar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

albatrosi

Líklega kemur einna helst til greina að rita albatrosi fyrir erlenda orðið albatross.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

balbói

Erlenda myntheitið Balboa hefur fengið ritháttinn balbói í íslensku. Um er að ræða karlkynsorð sem í eignarfalli eintölu beygist balbóa og í nefnifalli fleirtölu balbóar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ballaða

Íslenskur ritháttur á erlenda orðinu ballad er ballaða.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ballett

Íslenskur ritháttur á erlenda orðinu ballet er ballett.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bandí

Íslenskur ritháttur enska orðsins bandy er bandí. Ekkert annað orð hefur verið notað yfir þessa íþrótt í íslensku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

basilíka

Kryddjurt, sem á ensku nefnist basil og basilicum á latínu, heitir basilíka á íslensku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bat

Erlenda myntheitið Baht hefur fengið ritháttinn bat í íslensku. Um er að ræða hvorugkynsorð sem í eignarfalli eintölu beygist bats og í nefnifalli fleirtölu böt.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bayonneskinka

Orðið bayonneskinka hefur ekki verið lagað að íslenskri ritvenju og er því stuðst við erlenda ritháttinn.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 171234510...Síðasta »