68-kynslóðin

Í víðum skilningi tilheyra 68-kynslóðinni allir þeir sem voru á menntaskóla- og háskólaaldri í kringum 1968.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aðgengi / aðgangur

Orðin aðgangur og aðgengi merkja ekki það sama. Orðið aðgangur vísar fremur til leyfis eða aðgangsheimildar en orðið aðgengi fremur til aðferðar eða aðstæðna.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afbrýði / afbrýðisemi

Orðið afbrýði merkir það sama og afbrýðisemi. Sá sem er fullur afbrýði finnur til öfundar og tortryggni gagnvart (hugsanlegum) keppinaut um ástir eða hylli einhvers ([:Isl. ordabok:Íslensk orðabók]).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aflæsa

Sögnin aflæsa merkir: læsa, harðlæsa.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afnámsfé

Nafnorðið afnámsfé merkir: óskipt fé; gersemi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afríkanska

Tungumál Búa í Suður-Afríku, sem á ensku nefnist Afrikaans, heitir afríkanska á íslensku.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

afsprengi

Orðið afsprengi merkir: afkomandi, afkvæmi.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aldarafmæli / aldarminning

Rétt er að tala um aldarminningu á 100 ára afmæli látins manns. Sé maðurinn hins vegar á lífi er nær lagi að tala um aldarafmæli. Orðið ártíð merkir: dánarafmæli.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

aldinkjöt

Orðið kjöt eða aldinkjöt er haft um þann hluta ávaxta sem venjulega er borðaður.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

alfaraleið / þjóðleið

Orðið alfaraleið merkir: fjölfarin leið eða vegur. Orðið þjóðleið er nær sömu merkingar en þó eitthvað þrengri. Oftast haft um aðalvegi í sveitum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 1 af 3512345102030...Síðasta »