arður / arðsemi / arðsamur

Orðið arður merkir: ágóði, afrakstur. Það merkir ekki hið sama og arðsemi sem þýðir: arðgjöf, ávöxtun, það að gefa af sér arð. Það er dregið af lýsingarorðinu arðsamur sem merkir: sá sem gefur af sér arð.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

auðlæs / auðlæsilegur

Orðin auðlæs og auðlæsilegur merkja það sama: það sem auðvelt er að lesa.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ágrip / samantekt

Orðin ágrip og samantekt merkja ekki það sama nema að litlu leyti. Orðið ágrip merkir: yfirlit, útdráttur. En samantekt merkir: rit, ritgerð, greinargerð. Stutt samantekt getur þó stundum merkt það sama og ágrip. Það er t.d. ekki sjáanlegur merkingarmunur á eftirfarandi setningum: stutt samantekt um sögu Íslands og ágrip af sögu Íslands.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áheyrsla

Óbeygjanlega lýsingarorðið áheyrsla finnst í orðasambandinu verða einhvers áheyrsla sem merkir: heyra eitthvað sjálfur (Íslensk orðabók).

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

álagning / álögur

Rétt er að gera greinarmun á orðunum álagning og álögur í sambandi við opinber gjöld. Orðið álagning merkir: það að leggja á. Álagning skatta, álagning útsvars, álagning opinberra gjalda. Orðið álögur merkir einfaldlega: opinber gjöld. Það er því rétt að hafa í huga að það er ekki álagningin sjálf sem gjaldfellur heldur álögurnar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

álfabrenna / bókabrenna

Merkingarvensl milli liða í samsettum orðum eru mjög frjálsleg í íslensku. – Orðið álfabrenna merkir t.d. ekki að álfar séu brenndir enda þótt orðið bókabrenna sé haft um það þegar bækur eru brenndar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ánýja

Sögnin ánýja merkir: endurtaka, endurnýja, minna einhvern á eitthvað.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áreiti

Orðið áreiti merkir hið sama og erlenda orðið stimulus, þ.e.: reiti, ytri áhrif á skynfærin. Athuga skyldi að orðið áreitni er annarrar merkingar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áreitni

Orðið áreitni merkir: það að vera áreitinn. Dæmi: Kynferðisleg áreitni. Sögnin áreita merkir: erta, móðga, bekkjast (til) við einhvern ([:Isl.ordabok:Íslensk orðabók]). Athuga að orðið áreiti er annarrar merkingar.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ártíð

Orðið ártíð merkir: dánarafmæli.

Hallgrímur Pétursson lést 1674. Árið 1974 var 300 ára ártíð Hallgríms.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki
Bls. 3 af 3512345102030...Síðasta »