árvakur

Lýsingarorðið árvakur er haft um þann sem vaknar árla eða er aðgætinn.
Orðið kemur fyrir í Arinbjarnarkviðu Egils Skalla-Grímssonar:

Var eg árvakr
bar eg orð saman
með málþjóns
morgunverkum.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ástríkur

Orðið ástríkur merkir: sem auðsýnir mikla ást, blíðu.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

áttræðisaldur

Sá sem er á áttræðisaldri er á aldrinum milli 70 og 80 ára.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

ávirðing

Orðið ávirðing hefur lengst af merkt: brot, yfirsjón, misgerð. Nú er hins vegar farið að nota orðið í merkingunni: ávítur, ásökun.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

Bakkus

Orðið Bakkus er ritað með stórum staf.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

barn / unglingur

Algeng málvenja mun vera að kalla fólk börn upp að um það bil 12 ára aldri en unglinga eftir það fram til 18 ára aldurs eða þar um bil.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bágrækur

Lýsingarorðið bágrækur merkir: erfiður í rekstri, t.d. bágræk kind.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

billjón

Orðið billjón merkir: milljón milljónir. (Í Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi merkir billion hins vegar þúsund milljónir sem við köllum milljarð.)

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

bindandi

Til að ná fram andstæðri merkingu við orðið bindandi verður að grípa til einhvers eftirfarandi orðasambanda: ekki bindandi, án fyrirvara, án skuldbindingar. Ekki er mælt með orðinu „óbindandi“.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki

birgir

Sá nefnist birgir sem sér um vörubirgðir. Annað orð sömu merkingar er birgðasali.

Deila:
 • Senda á Facebook
 • Senda á Twitter
 • Senda tengil í tölvupósti
 • Prentvæn útgáfa
 • Setja síðu í bókamerki