teikning

Yfirleitt er talað um teikningu af einhverju. Hún gaf honum teikninguna sem hún gerði af honum. Þegar hins vegar um er að ræða teikningu sem nota á til að byggja eða búa eitthvað til eftir, t.d. hús, er sagt teikning að einhverju (sbr. uppskrift að einhverju). Hann lauk við teikninguna að listasafninu undir morgun.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki