megin

Orðið megin finnst í orðasamböndunum báðum megin, hérna megin, hinum megin, hvorum megin, hægra megin, vinstra megin, öðrum megin, öfugum megin, þeim megin. Þessi orð má þó rita sem eina heild ef fyrri hlutinn er tvíkvætt fornafn: báðumegin, hinumegin, hvorumegin, öðrumegin.
Orðið megin er hér ummyndað úr orðinu vegum (þg. ft. af vegur).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki