fetill / fatli

Orðin fetill og fatli, í merkingunni stuðningsband um brjóst, yfir og undir öxl, beygjast eins í fleirtölu en nokkuð ólíkt í eintölu.

eintala fleirtala
nf. fetill fatlar
þf. fetil fatla
þg. fatli fötlum
ef. fetils fatla

Hann gerði fetil úr skyrtuslitrunum og batt upp höndina.

eintala fleirtala
nf. fatli fatlar
þf. fatla fatla
þg. fatla fötlum
ef. fatla fatla

Maðurinn bar handlegginn í fatla.

Orðið fetill, í merkingunni fótstig eða burðaról, beygist svo:

eintala fleirtala
nf. fetill fetlar
þf. fetil fetla
þg. fetli fetlum
ef. fetils fetla

Ökumaðurinn steig á fetlana.
Þegar fáni er borinn í fetli skal fetillinn liggja yfir vinstri öxl fánaberans.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki