híði / hýði

Ekki er sama hvort ritað er híði eða hýði.

1) Orðið híði er: t.d. bjarnarhíði, sbr. leggjast í híði, skríða úr híði.

2) Orðið hýði er skylt orðinu húð og merkir: skræl eða flus utan af kartöflum, eplum og ýmsum öðrum matartegundum.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki