á (forsetning)

Merkingarmunur er á því hvort heiti vikudags er haft í þolfalli eða þágufalli á eftir forsetningunni á. Þegar sagt er á sunnudag(inn) er átt við síðastliðinn eða næstkomandi sunnudag en þegar sagt er á sunnudeginum er átt við dag í dagaröð fjær í tíma í fortíð eða framtíð.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki