ekki

Þegar verið er að boða einhverjum að gera ekki eitthvað skiptir máli hvort neitunin kemur á undan eða eftir sögninni. Komi neitunin á eftir sögninni er hún höfð í boðhætti, dæmi: misstu ekki af þessu. Komi neitunin hins vegar á undan sögninni er sögnin höfð í nafnhætti, dæmi: ekki missa af þessu. Hvort tveggja kemur vel til greina þó að fyrri möguleikinn sé yfirleitt talinn betra mál.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki