Ritun talna inni í texta

Við ritun talna inni í texta er mælt með því að a.m.k. þær tölur sem beygjast, tölurnar einn, tveir, þrír og fjórir, séu ritaðar með bókstöfum. Öðru máli gegnir í töflum ýmiss konar og stærðfræðilegum útreikningum, þar fer oft betur að rita tölurnar með tölustöfum. Oft fer líka illa á því að skrifa sumar tölur með bókstöfum og aðrar með tölustöfum, dæmi: Hún reyndi við prófið fjórum-5 sinnum. Hér hefði farið betur að rita báðar tölurnar með bókstöfum eða tölustöfum.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki