vél(ar)vana

Orðið vél(ar)vana merkir afllaus, með bilaða vél og er nær einvörðungu notað um báta með vélarbilun á hafi úti. Amast hefur verið við þessu orði á þeirri forsendu að orðið vélarvana geti eingöngu merkt vélarlaus, sbr. önnur orð sem mynduð eru eins: svefnvana, skilningsvana, févana sem merkja: svefnlaus, skilningslaus og félaus. Þar sem orðið vélarvana er aldrei notað í merkingunni vélarlaus er merking orðsins að jafnaði ljós í samhenginu.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki