bæta

Yfirleitt stýrir sögnin bæta þolfalli. Hann bætir gatið á buxunum. Hún bætti metið um þrjár sekúndur. Hún stýrir þó t.d. þágufalli í orðasamböndunum bæta einhverju (saman) við, bæta einhverju (út) í. Næst á að bæta rjómanum út í sósuna. Auk þessa getur sögnin tekið beint og óbeint andlag, bæta einhverjum eitthvað. Ég bætti þeim skaðann.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki