Sóley

Nafnið Sóley er frekar ungt í málinu og virðist fyrst hafa verið gefið á síðari hluta 19. aldar. Nafnið er sett saman af forliðnum Sól- og viðliðnum -ey. Sól-merkir auðvitað lýsandi hnöttur eða sólskin en -ey getur haft þrjár merkingar: 1. heill, hamingja; 2. umflotið land, hólmi; 3. ávallt, alltaf. Í bókinni Nöfn Íslendinga og í Íslenskri orðsifjabók er nafnið talið merkja: sólareyja. Blómaheitið sóley liggur auðvitað hér að baki að einhverju leyti en forn merking þess er: sólarauga.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki