há- eða lágstafur í orðtökum og málsháttum

Valfrjálst er hvort ritaður er stór stafur í upprunalegum sérnöfnum í orðtökum og málsháttum, t.d. Þrándur í Götu eða þrándur í götu, Gróa á Leiti eðagróa á leiti.
Ef sérnafni fylgir enginn eða aðeins hverfandi merkingarþáttur í myndun samnafns er samnafnið haft með litlum upphafsstaf enda þótt það sé upprunalega dregið af sérnafni, dæmi: gróusaga, grettistak, þórðargleði.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki