spássía

Orðið spássía, ‘auð blaðrönd utan leturflatar (á blaðsíðu)’, er tökuorð komið úr latínu spatium (fleirtala spatia ‘bil, rúm’, haft m.a. um ýmiss konar bil í sambandi við skrift og prentverk. (Sjá Íslenska orðsifjabók.)

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki