ytri, ystur

Ytri er miðstig lýsingarorðs sem er ekki til í frumstigi. Efsta stig: ystur. Það er óbeygjanlegt nema í hvorugkyni eintölu: ytra (í öllum föllum). Ytri frágangur er með ágætum. Akkerum var kastað á ytri höfnina. Ytra útlit er gott.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki