særast/meiðast/slasast

Sögnin særast um að er notuð um sár eftir bardaga eða árás með vopnum. Sagnirnar meiðast og slasast eru notaðar þegar um er að ræða áverka eftir slys eða óhapp. Meiðast er yfirleitt haft um minni háttar áverka en slasast um fremur mikla áverka.

Margir hermenn særðust í stríðinu.
Hann fékk byltu en þó án þess að meiðast.
Mikil mildi var að enginn skyldi slasast þegar flugvélin brotlenti.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki