keppni

Kvenkynsnafnorðið keppni beygist svo:

eintala fleirtala
nf. keppni keppnir
þf. keppni keppnir
þg. keppni keppnum
ef. keppni keppna

Fleirtalan keppnir á aðeins við þegar talað er um kappleiki eða mót en ekki þegar orðið merkir: kapp. Það sama á við um orðið samkeppni. Það var gífurlega mikil samkeppni í öllum ljóðasamkeppnunum sem þau tóku þátt í.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki