skrá

án greinis með greini
eintala fleirtala eintala fleirtala
nf. skrá skrár skráin skrárnar
þf. skrá skrár skrána skrárnar
þg. skrá skrám skránni skránum
ef. skrár skráar skráa skrárinnar skráarinnar skránna

Það virðist helgast af merkingu orðsins hvor orðmyndin í eignarfalli eintölu verður fyrir valinu.

1) Ef merkingin er upptalning eða listi er ef. et. skrár, sbr. símaskrárinnar, sjúkraskrárinnar, sýningarskrárinnar.

2) Ef merkingin er lás eða læsing er ef. et. skráar, sbr. skráargat.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki