heldinn

Lýsingarorðið heldinn er helst að finna sem síðari lið samsetninga á borð við: áheldinn, barrheldinn, fastheldinn, íheldinn, orðheldinn, samheldinn. Varast skyldi að rugla saman við lýsingarorðið heldur sem til er í fjölmörgum samsetningum (vatnsheldur, vindheldur, fokheldur, mannheldur, þjófheldur o.s.frv.).

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. heldinn heldin heldið
þf. heldinn heldna heldið
þg. heldnum heldinni heldnu
ef. heldins heldinnar heldins
ft. nf. heldnir heldnar heldin
þf. heldna heldnar heldin
þg. heldnum heldnum heldnum
ef. heldinna heldinna heldinna
karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. heldur held helt
þf. heldan helda helt
þg. heldum heldri heldu
ef. helds heldrar helds
ft. nf. heldir heldar held
þf. helda heldar held
þg. heldum heldum heldum
ef. heldra heldra heldra
Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki