einhver / eitthvert / eitthvað

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. einhver einhver eitthvert eitthvað
þf. einhvern einhverja eitthvert eitthvað
þg. einhverjum einhverri einhverju
ef. einhvers einhverrar einhvers
ft. nf. einhverjir einhverjar einhver
þf. einhverja einhverjar einhver
þg. einhverjum einhverjum einhverjum
ef. einhverra einhverra einhverra

Hvorugkyn eintölu eitthvað stendur sjálfstætt en eitthvert stendur með nafnorði. Hún gerði eitthvað. Hann fór eitthvað annað (ekki: “hann fór eitthvert annað”). Hún vann eitthvert verk (ekki: “hún vann eitthvað verk”).

Athuga skal sérstaklega að aðeins í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu er fyrri liðurinn eitt-, alls staðar annars staðar er hann ein-. Hann heyrði eitthvað (ekki “einhvað”). Hún fleygði einhverju (ekki “eitthverju”).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki