hvor tveggja

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. hvor tveggja hvor tveggja hvort tveggja
þf. hvorn tveggja hvora tveggja hvort tveggja
þg. hvorum tveggja hvorri tveggja hvoru tveggja
ef. hvors tveggja hvorrar tveggja hvors tveggja
ft. nf. hvorir tveggja hvorar tveggja hvor tveggja
þf. hvora tveggja hvorar tveggja hvor tveggja
þg. hvorum tveggja hvorum tveggja hvorum tveggja
ef. hvorra tveggja hvorra tveggja hvorra tveggja

Hvorugkyn eintölu, hvort tveggja, er haft um ýmislegt sem ekki er hægt að telja. Hér er hvorki kyrrð né ró; ég sakna hvors tveggja. Það vantar sykur og salt; kauptu hvort tveggja. (Hér væri ekki vandað málfar að segja “kauptu bæði” o.s.frv. því að orðið báðir er aðeins haft um tvo teljanlega hluti. Hér er hvorki Gunnar né Geir; ég sakna beggja.)

Einnig er til óbeygða myndin hvorutveggja, einkum í talmáli.

Forn orðmynd er hvortveggi þar sem báðir orðliðir beygjast.

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. hvortveggi hvortveggja hvorttveggja
þf. hvorntveggja hvoratveggju hvorttveggja
þg. hvorumtveggja hvorritveggju hvorutveggja
ef. hvorstveggja hvorrartveggju hvorstveggja
ft. nf. hvorirtveggju hvorartveggju hvortveggju
þf. hvoratveggju hvorartveggju hvortveggju
þg. hvorumtveggju hvorumtveggju hvorumtveggju
ef. hvorratveggju hvorratveggju hvorratveggju
Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki