fjórir

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
nf. fjórir fjórar fjögur
þf. fjóra fjórar fögur
þg. fjórum fjórum fjórum
ef. fjögurra fjögra fjögurra fjögra fjögurra fjögra

Eignarfallsmyndin fjögra á síður við í ritmáli.


Þegar talað er um fjóra og hálfan í einhverju sambandi ber að varast að láta beyginguna á fjórum verða fyrir áhrifum frá beygingunni á hálfum. Þarna munaði fjórum prósentum. Þarna munaði fjórum og hálfu prósenti. Ekki: fjóru og hálfu prósenti. Hann fékk fjóra vinninga. Hann fékk fjóra og hálfan vinning. Ekki: fjóran og hálfan vinning. Stofnunin hefur fjórar stöður. Stofnunin hefur fjórar og hálfa stöðu. Ekki: fjóra og hálfa stöðu.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki