viðtengingarháttur

Fleirtölumyndir í viðtengingarhætti þátíðar höfðu áður i í endingum sínum en hafa nú u vegna áhrifa frá framsöguhættinum. Myndirnar kölluðum, kölluðuð, kölluðu voru í eldra máli kallaðim, kallaðið, kallaði og myndirnar færum, færuð, færu voru færim, færið, færi. Sams konar breyting hefur orðið í viðtengingarhætti nútíðar í fyrstu persónu fleirtölu. Myndin köllum var áður kallim og myndin förum var áður farim.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki