hefta

Sögnin hefta getur beygst á tvo mismunandi vegu:

1) Hefta, hefti, heft. Bh. heftu, heftið.

2) Hefta, heftaði, heftað. Bh. heftaðu, heftið.

Fyrri beygingin er notuð í dæmum á borð við: hann hefti för mína en báðar aðferðir þegar talað er um að hefta blöð með heftara.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki