hrinda

Sögnin hrinda getur beygst á tvo vegu.

1) Hrinda, hrinti, hrint. Þessi beyging er yfirleitt notuð ef um beina merkingu er að ræða. Þeir hrintu honum. Honum var hrint.

2) Hrinda, hratt, hrundum, hrundið. Þessi beyging er aftur á móti frekar notuð í afleiddri merkingu. Hún hratt þessu af stað. Hann hefur hrundið þessu í framkvæmd.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki