vefa

Kennimyndir: vefa, óf, ófum, ofið.
Sagnirnar vefa og vefja beygast mjög ólíkt ef frá er talin nútíð eintölu (ég vef, þú vefur, hann vefur). Hann vefur teppi og hún vefur vindla. Þetta samfall í nútíðinni virðist leiða til ruglings á þátíðinni sem ber auðvitað að varast. Hann óf teppi og hún vafði vindla.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki